Nú Eru Dagar Dimmir Poem by Peter S. Quinn

Nú Eru Dagar Dimmir



nú eru dagar dimmir
og drungi yfir tíð
ennþá sefur sólskyn
og sumur góð og blíð
og engin vakir ennþá
sem elskar vorsins sól
hérna drunginn hímir
þótt helg séu jól

í mér er hrollur mikill
með mæðulegum hljóm
vakir yfir vitund
vetur með köldum róm
árið er brátt á enda
ekki sakna ég þess
sútum ei með sorgum
segjum bara bless

í upphaf nýja ársins
óskir fara á stjá
en hverjar vonir verða
verður erfitt að sjá
látum tímann líða
létta koma tíð
þá verður betra víða
vonir og sigruð stríð

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success