Ég Yrki Til Þín Poem by Peter S. Quinn

Ég Yrki Til Þín



ég yrki til þín
í magnþrunginni blíðu
þeim orðum ei týn
þótt standir þú í stríðu

hér er ei ljóðstafa bull
til að villa þér sýn
heldur orðanna gull
mildust orðin til þín

tak mitt orð í hjarta stað
því það lifir minn dag
þessi orð - skrifuð á blað
er minn taktur - slag

eins og vindur á blómi
koma orð mín og gusta
eða syngja hljóðlátum hljómi
sem vert er á að hlusta

þau hafa hjartans hljóm
eru vitrun frá mér
einnig hjartnæman róm
sem halda drunga burtu hér

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success