Ónefnt Kvæði Poem by Peter S. Quinn

Ónefnt Kvæði



Brosir við mér björt sól
blæbyrðarík og mild
klæðir láð í grænan kjól
gróska kemur í fylgd
lífsins leiði hverfur nú
landi öllu yfir
því blómin móti birtu snú
björg svo að lifir

brosir við mér björt sól
blærinn leikur um að vild
gróska gægist fram úr hól
grösin verða bráðum gild
allt er fagurt allt er ljúft
undur núna gerast
það sem hvíldi dulið djúpt
drjúgt með vindi berast

brosir við mér björt sól
sem blærinn heitur er í fylgd
sumar sem í fyrra kól
sig upp hefur af stakari snilld
allt er fagurt allt er blítt
elsku foldin fríða
þú aftur byrjar upp á nýtt
og ár og dagar líða


(The Crew)

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success