Þú Ert Eins Og Fljót Poem by Peter S. Quinn

Þú Ert Eins Og Fljót



þú ert eins og fljót
áfram streymandi
rótlaus rót
ráðvilltur ótæmandi
inní framandi framtíð
sem falin enn er
áttu endalaus stríð
og engin veit hvernig fer

þú ert ímynd þíns sjálfs
þróttur teymandi
en þó aðeins til hálfs
örlítið dreymandi
inní endalausar sýnir
áfram heldurðu enn
og sjálfum þér sjálfsagt týnir
í sögnum um menn

þú ert eins og rót
í huga þínum geymandi
allskonar efnis fljót
sem huga er sæmandi
um þessa tíð og þátíð
og þangað, sem hver veit hvert fer
viðsjár veður og blíð
vakna í huga þér

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success