Don Kíkóti (Don Quijote) Poem by Peter S. Quinn

Don Kíkóti (Don Quijote)



Heitur eldur grábliku logans lifir
og leiðir riddara einn upp á móti,
þann sem kallaður er enn don Kíkóti
og kappkostar vindmillum að ráða' yfir!

Og þó svo þú áfram skop um hann skrifir
og skiljir ekki hve hart hann við þrjóti
barðist, og lagði' í hóp með hugarróti,
- hinn hugdjarfi riddari áfram lifir!

Líkt og hann sem Dúlsínu átti' í draumi,
dragast stundum að þér tálsýnir villtar
er dagdraumurinn með þig lúmskur leikur.

Þá ert þú sem hann tjóðraður þeim taumi,
að takast á við vindmyllur sem eru spilltar,
- en einsog hann þá aldrei vertu smeykur.

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success