Þessi Fljúgandi Fiðrildi Poem by Peter S. Quinn

Þessi Fljúgandi Fiðrildi



þessi fljúgandi fiðrildi
sem fljúga nú í burtu
eru hugar fóstur mín
sem eiga sína tilveru
í draumum næturinnar
leiðandi seiðandi
og uppvekjast kannski aftur
er myrkrið skellur á

hver man aftur drauma sína
um löngu liðna tíð
sem komu kannski fljúgandi
eftir dagsins löngu stríð
og þótt þú kannski munir þá
þá eru þeir aldrei eins
aðeins draumar af draumum
ekki gagnlegir til neins

þessi fljúgandi fiðrildi
sem flögra um sálu mans
eru eins og ævintýrin
eða fjarlægur stjörnufans
og allir eiga sér drauma
sem þeir halda sig eina sjá
já allir eiga sína drauma
og þeir koma til móts við þá

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success