Ég Syng Um Hamingju Poem by Peter S. Quinn

Ég Syng Um Hamingju



ég syng um hamingju
ég syng um einmanaleik
og tilfinningar sem fara á kreik
á hverju augnabliki

ástríður sem koma og fara
líkt og blaktandi skuggar
og allskonar ljósbrot
sem týnast hér og þar

ég syng um ást
ég syng um hverfulleika
og þennan streng í brjóstinu
sem verður að hiki

þegar ástríður koma og fara
með andvara hverju sinni
og þegar hjartað hérna inni
á ekkert við neinu neitt svar

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success