Peter S. Quinn


Hafblik - Poem by Peter S. Quinn

Hafblik, hafblik, rótlausa alda,
hátt liggja stjörnur hvelfingu á.
Allt á ég þér margfalt að gjalda,
auðuga náttúra hugsun þín há.
Lýsir þú ljósi gengin öll spor,
leitandi hugur til þín ávallt er.
Þú eflir djörfung dáð og þor,
þinn vaxtarbroddur eflist í mér.

Veg þinn og vanda ávallt ég finn,
veröld þín stóra vegsemd og þraut.
Göngum við tímann saman um sinn,
sigur og tap verða á vorri braut.
Lífið er svona leikur og gáski,
leiðir okkar örlög hverja stund.
Örlítil vernd og örlítill háski,
áfram við höldum á framtíðarfund.

Regnbogans litir lita þitt skart,
liggja mín spor um þína vegi.
Bæði í birtu og þegar er svart,
bleikir skuggar bregða af degi.
Alvaldur geimsins gæt þinna barna,
gefðu þeim þroska' og vaxandi þrótt.
Þau eru öll af þínum kjarna,
og allan vöxt hafa þangað sótt.

Þroska þú færir fenginni hjörð,
fang þitt sterklegt og glæst af vonum.
Stendur þú stöðug með gljúpan svörð,
og slítur ei tryggð, dætrum né sonum.
Þú ert vort traust, þú ert vor gæfa,
vernd þín og umhyggja er okkur allt.
hvort heldur í byggð, eða til öræfa,
ertu okkar sál, ertu okkar salt.

Við úthafs grand eigum við,
okkar grónu lendur.
Við finnum ætíð okkar frið,
við fornar fróna strendur.
Og í gegnum hafsins hauga sjá,
hugi vor þrautir klífur.
Þar sem aldan bylgist blá,
og bætir oss og hrífur.

Þið nes og firðir, fagra grund,
sem fæddir oss öll til dáða.
Þið drangar, eyjar og annesjasund,
sem yfir vor örlögum ráða.
Hér átti ég allan minn æskudraum,
við elskum þig og dáum með sæmd.
Ég fann þína hlýju og styrkan straum,
og stund þín var aldrei tæmd.

Og hvert sem ég held mína leið,
um hauður og ókunnugt grjót.
Þú ert alltaf í huganum heið,
og hugsun hver tengd djúpri rót.
Það leiðir engin land sitt í þraut,
og breiðir yfir æskunnar ár.
Þótt farin sé á lífsins breiðu braut,
blika á hans kinnum ættjarðarinnar tár.


Comments about Hafblik by Peter S. Quinn

There is no comment submitted by members..Read this poem in other languages

This poem has not been translated into any other language yet.

I would like to translate this poem »

word flags

What do you think this poem is about?Poem Submitted: Tuesday, June 12, 2007

Poem Edited: Thursday, March 10, 2011


Famous Poems

 1. Still I Rise
  Maya Angelou
 2. The Road Not Taken
  Robert Frost
 3. If You Forget Me
  Pablo Neruda
 4. Dreams
  Langston Hughes
 5. Annabel Lee
  Edgar Allan Poe
 6. If
  Rudyard Kipling
 7. Stopping By Woods On A Snowy Evening
  Robert Frost
 8. Do Not Stand At My Grave And Weep
  Mary Elizabeth Frye
 9. Television
  Roald Dahl
 10. I Do Not Love You Except Because I Love You
  Pablo Neruda
[Report Error]