Vögguvísa Poem by Peter S. Quinn

Vögguvísa



Sofðu, sofðu, lengi vel,
svefninn læknar, bætir;
ástand þitt og andans þel,
óra draumsins hug þinn fel,
hann auðnu og gæfu barnsins gætir.

Sofðu, sofðu, unginn minn,
sólin gyllir framtíð;
fyllir heiðan huga þinn,
hlýjum geislum litla skin,
svo hún sé ætíð björt og blíð.

Nóttin næðir dimm og köld,
núna er þig dreymir;
út í myrkri er margföld,
óvera á ógnaröld,
en yfir þér vakir Guð og geymir.


(The Crew)

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success