Vorvísur Poem by Peter S. Quinn

Vorvísur



dagur birtir grænkast grund
glæðist vöxtur á ný
bætast veður léttist lund
lífsins kær og hlý

aftur kemur ætíð vor
yndis blómin smáu
hverfur snjór með hreta spor
hríðarveðrin gráu

ástin býr í blíðu hjarta
bænin von og trú
þegar áttu úti bjarta
unaðs stund sem nú

mundu daga drauma þína
dýran lífsins seið
ei er gott í gleymsku' að tína
góðri lausnar leið

naumast áttu aðra betri
allt fram streymir nýtt
njóta lífs að loknum vetri
land með blómi frítt


(The Crew)

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success