Sonnetta, Hæstur Og Heilagur (Sonnet Of The Highest And Holy) Poem by Peter S. Quinn

Sonnetta, Hæstur Og Heilagur (Sonnet Of The Highest And Holy)



Hæstur og heilagur drottinn vor er
harmagrátinn læknar allan í heimi
í hlýjum faðmi' um eilífð Guð þig geymi
svo gleymist þú ei sem í burtu fer

líkn hans til lífsins fegurst sú finnst mér
lífsins kærleikur áfram allur streymi
svo áleiðis ljúft í dáins veröld dreymi
þau sem dauðinn hreif brott af jörðu hér

svæfðu angur dapra sem harma' í hljóði
og hafa' engar langanir til neins meir
ef burt er kallaður vinurinn kæri

berðu það þeim í þessu litla ljóði
það lifir hver enn sem úr veröld deyr
því bænin ein er boðskapurinn tæri

~*~

Because of the very many requests, we are putting up here about 200 poems in Icelandic – not translated at this time, sorry...

The Crew

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success