Talað Til Náttúru Poem by Peter S. Quinn

Talað Til Náttúru



heimur án ástar
er ekki til
ekkert
ekkert í djúpum hyl

blóm sem dafnar
um sumartíð
að síðustu kafnar
í snjó og hríð

(ó veröld ertu
þá alvond
þú virkar svo blítt)

ó nei en ég
fylgi tíma
og tíð
og byrja upp á nýtt

(hver gerir stríð
með stungu sár)
það gera menn
með írafár

heimur án ástar
er ekki til
ekkert
ekkert í djúpum hyl

(hver gerir hafið hljótt
og jörðu auða)
það gerið þið
sem þráið dauða


(The Crew)

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success