Um Hljóðar Nætur Poem by Peter S. Quinn

Um Hljóðar Nætur



um hljóðar nætur
upphefur þögnin raust sína
um hljóðar nætur
þegar skil verða milli lína
og skuggarnir hafa á þér gætur

upphefjast þagnir ljóðsins
og lifna í huga þér
um hljóðar nætur
þegar svefninn svefnvana er
og skuggarnir hafa á þér gætur

tímans veggur hrynur
í orðsins djúpu mynd
með ákafa skýrast línur
í ljóðsins hreinu lind
og ganga með þér einar
út fyrir mörk og tök
af heimi þær eru hreinar
og hverful öll þar rök

um hljóðar nætur
ástríðan býr í brósti þér
um hljóðar nætur
þegar svefninn svefnvana er
og skuggarnir hafa á þér gætur

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success